Velkominn í Himmaríki

mánudagur, apríl 18, 2005

Þá helgin er liðin í aldana skaut

Já það má segja að það sé allt í framkvæmdum hjá minni fjölskyldu þessa dagana. Systir og skátinn hennar voru að kaupa sér íbúð og ég og herdís málarameistari vorum að hjálpa þeim á laugardaginn frá ca 12-19, ekkert rosalega gaman að skafa málningu af veggjum en þið ættuð að prófa það. Svo í gær hjálpuðum við Pabba hennar Herdísar smá í garðinum sem er eitt moldarflag þessa dagana.
Nóg að gera annars nú er ég bara að fara lesa fyrir próf sem er á föstudaginn. Mamma og Pabbi eru að koma svo á miðvikudaginn Suður til að hjálpa til við íbúð Ásu og Skáta. Leiðinlegt að maður skuli vera að læra undir próf alla vikuna og svo er ég búinn að lofa Sigga frænda að leika í stuttmynd með honum næstu helgi, Sú mynd á víst að fjalla um yngri ár Derricks og er að sjálfsögðu á þýsku. Hlakka til að spreyta mig í því. jæja best að fara gera eitthvað.
Servus

sunnudagur, apríl 10, 2005

Allt nóg að gera

Það er alltaf nóg að gera hér á bæ. Síðasta fimmtudag var ég ferðamaður um allt höfuðborgarsvæðið í kúrs sem heitir Borgir og Ferðamennska. Helvíti fínt að skoða höfuðborgarsvæðið svona með augum ferðamannsins. ´Fór svo a ð vinna á Föstudaginn það var fínt hitti Kennarann minn sem kenndi mér fyrri part námskeiðsins borgir og ferðamennska. Hann er sko nýkominn frá Kúbu, er sko farastjóri. Haldiði að hann hafi ekki bara gefið mér einn feitan Kúbuvindil eða Cohiba Habana Cuba, ég lofaði nú honum að reykja hann um helgina en ég á hann enþá bara hér heima. Maður þarf sko að gefa sér smá tíma þegar maður fírar í þessum vindli. Svo fór ég í Afmæli til Snorra á Föstudagskvöldið það var helvíti fínt gott að borða og fullt af víni eins og maður gat í sig látið.
Fór svo í gær á myndina Der Untergang sem er þýsk mynd á kvikmyndahátíðina um lokadaga Hitlers, Átakaleg mynd með rosalegum senum. Gaman að fá að sjá svona einu sinni hans hlið á málinu og ekki eitthvað bandarískt rusl.
Framundan lærerí reyna að læra eitthvað og byrja á bs-inum almennilega. svo fer nú að styttast í ferðalagið um Evrópu
Jæja
Auf wiedersehen

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Jóhannes?

Við vorum að spá í því um daginn, með fullri virðingu fyrir páfanum, Afhverju í ósköpunum hét hann á Íslensku Jóhannes Páll páfi annar. Á engilsaxnesku hét hann bara John Paul II. Nafnið Jón er reyndar stytting á nafninu "Jóhannes" sem merkir Guð er náðugur. Er Jón eitthvað slæmt nafn? Ég veit að Jón Sturla Vinur minn er ekki sammála því. Jóhannes er heldur ekkert slæmt nafn, meira að segja bróðir minn heitir það öðru nafni, en pælið í þessu! það hefði verið svolítið flott að geta sagt það er ekkert mál fyrir Jón Pál páfa.

Ef við förum svo aðeins lengra með þetta rugl þá má nefna menn eins og Jóhannes Lennon, Jóhannes Melandez (Röddin í Jay Leno þáttunum) Jóhannes Fitzgerald Kennedy, Jóhannes Kerry, Elton Jóhannes eða Bíómyndin, Being Jóhannes Malkovich. Eflaust leynast fleiri John´ar þarna úti.

Þið verðið að afsaka þetta bull í mér
Góða nótt

föstudagur, apríl 01, 2005

Útivistarmaðurinn mikli (Sannleikurinn um gönguna)

Ég veit ekki hvort ég á að segja ykkur þetta en allavega. Gangan um daginn endaði ekki svo eins og ég sagði frá. Við Jakarnir útilegumennirnir sjálfir viltumst af leið og kalla þurfti til þyrlu landhelgisgæslunar til að finna okkur. eins og sést á myndinni þá er ég kannski alveg sáttur við að þyrlan hafi komið og við ákváðum öll að þegja yfir þessu. Í dag er ég samt sáttur og fyrst og fremst þakklátur fyrir þessa björgun því mér var orðið skítkalt. Næst ætla ég að læra á GPS tækið mitt fyrir ferðalagið. Ekki bögga mig frekar á þessu Posted by Hello

Ef þetta er ekki brot á fánalögum, þá veit ég ekki hvað. Er stuðmönnum ekkert heilagt, Sendum þá á Litlahraun

Himmi