Velkominn í Himmaríki

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Verslunarmannahelgin

Jæja þá er enn ein helgi framundan og hvað skal gera. ég skal segja ykkur það. Skella sér á Stuð á Stað 2005 sem er haldið á Þóroddstað í Kinn. erum náttúrulega að fá til okkar á morgun Ástralskan kristniboða sem á að kristna liðið svo þetta verður helvíti gaman bara. Annars er ekkert að frétta nema að maður er kominn með aðra vinnu og vonandi get ég byrjað í henni eftir helgi, en meira um það síðar.
Vona bara að allir eigi góða helgi og skemmti sér vel það er aldrei að vita nema að maður rekist á einhvern sem maður þekkir en ég tel það ólíklegt.

mánudagur, júlí 25, 2005

Rosa góður draumur mar

Maður má nú til með að birta myndir af stóra Tjaldinu okkar en því var tilraunatjaldað í kvöld og gekk bara vel. Tjaldið tekur 6 fullorðna í svefnpláss og amk 15 í sæti

Himmi

ein hliðin

Hér er svo ein af mörgum hliðum en erfitt er að gera grein fyrir stærðinni því myndinn er ekki í þrívídd

Himmi

Rúmt um manninn

Eins og sést má vel athafna sig hérna inni, jafnvel dansa

Himmi

laugardagur, júlí 23, 2005

Stoltur íbúðareigandi

ég og Herdís vorum rétt í þessu að kaupa okkur 3ja herbergja íbúð, reyndar eigum við hana 50%með Ásu systir og Sigga. Þessi íbúð er öðruvísi fyrir þær sakir að hún er öll úr vatnsheldu efni og vegur aðeins 18kg. Ok ok þetta er tjald sem við eigum eftir að nota í útilegur í tilheyrandi framtíð. það sem er svo helst að frétta er að Verslunnarmannarhelginn er framundan og þá kemur Ástralski Kristniboðinn vinur Herdísar í heimsókn og við förum líklega í 2 útilegur með honum. Annars er maður bara alltaf að vinna og hefur aldrei neinn tíma til að gera neitt skemmtilegt.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Fimmvörðuháls

Þá er loksins komið að því fyrsta útilega ársins. Lagt verður í hann frá Bsí klukkan 17 á föstudaginn, ferðinni er heitið að Skógum og þaðan upp fimmvörðuháls niðrí þórsmörk. Gengið verður um nóttina og gist laugardagskvöldið. Er farinn að hlakka bara hevíti mikið til enda búinn að vera á leiðinni síðustu 2 sumur. Ferðafélagarnir verða nokkrir Jakar og verður því þrusustuð alla leið og allan laugardaginn að sjálfsögðu. Jæja ætla ekki að gera meira úr þessu, það er ekkert svo góð spáinn fyrir helgina nefnilega
Bless að sinni

föstudagur, júlí 08, 2005

Engin sveitaferð, ekki nema kannski Kópavogur

Mér þykir miður að tilkynna það hér með að ég fer ekki í sveitina í góða veðrið um helgina. Ástæðuna má rekja til vegna lélegrar þáttöku og undirtekta. Vill bara þakka þeim sem sýndu þessu áhuga þetta hefði örugglega verið gaman. Þetta er í síðasta skipti sem ég reyni að plana eitthvað með ca 4 mánaða fyrirvara.

sunnudagur, júlí 03, 2005

takk fyrir mig

Langaði bara að þakka fyrir mig. Þetta var helvíti hressandi afmæli og ég er nokkuð viss um það að margir höfðu timburmenn daginn eftir. þið sem misstuð af þessu mega kíkja næstu helgina norður í sveitinni meira kannski um það síðar eða bara í símanúmerinu mínu.