Velkominn í Himmaríki

sunnudagur, maí 13, 2007

Hæhó

Alltaf jafn erfitt að finna titil á þetta tilgangslausa blogg sem maður er að reyna halda hérna úti. Samt vill maður ekki hætta því þá fréttir fólk aldrei neitt frá manni og ekki viljum við það.

Jæja en eitt Eurovision ævintýrið er að enda og var það hún Litla-ljót og systur hennar frá Sebíu sem rústuðu því. Við Fjölskyldan í Lyngbrekku óskum þessu fyrrverandi austantjalds landi að sjálfsögðu til hamingju með fyrirvara um að þessi keppni er bara orðið eitthvað djók.

Eitthvað fleira sem er bara orðið djók, já gott dæmi eru alþingiskosningar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að detta út þetta er kannski eins og eurovision þar sem ákveðnar þjóðir sem borga mest eru bara alltaf með. Við getum alveg eins bara sleppt þessum kosingum eftir 4 ár það vinna alltaf sömu flokkarnir eins og Austurevrópa sem rúllar upp eurovision.

Annars er allt fínt að frétta við fjölskyldan ætlum að skella okkur norður í vikunni að sýna okkur og sjá aðra. Arngrímur Búri er bara hress og gerir lítið annað en að drekka og sofa. Hann hefur ekki en farið út í vagnin sinn en við Herdís getum ekki beðið eftir að komst út að labba eða bara eitthvað að hreyfa okkur.

Þangað til að ég kem með aðra innihaldslausa bloggfærslu
Himmi yfir kúkableyjuskiptari