Velkominn í Himmaríki

miðvikudagur, júní 27, 2007

Landsleikur í fótbolta

Þeim sem vantar miða á leikinn Kf-Nörd vs. FCZ. 6.Júlí á Kópavogsvelli. vinsamlegast skiljið eftir skilaboð eða hafið samband við mig sem fyrst.
kv. Hilmar

miðvikudagur, júní 13, 2007

Fótbolti aftur

Ekki svo löngu síðan lagði ég takkaskónna á hilluna og sagði formlega skilið við opinberan fótboltaferill minn.
Eftir að Ísland skít tapaði fyrir Svíþjóð hérna um daginn stóð okkur strákunum í KF Nörd ekki á sama og skoruð á sænsku nördana í vináttu landsleik. Leikurinn verður háður í heimabæ mínum Kópavogi þann 6.júlí n.k.
Stefnt er á að setja íslandsmet í áhorfendafjölda og að sjálfsögðu stefnt á fyrsta sigur KF Nörd í fótboltaleik. Ekki slæmt að verða orðinn 27ára og fara að spila sinn annan stórleik og það í landsliðinu.
Jæja annars er allt gott að frétta, ég er farinn út að skokka og undirbúa mig fyrir átökin. Farið að undirbúa stuðningsópin og æfa öskrin það styttist í leik ársins.

Kv
Hilmar Landsliðsmaður í fótbolta

sunnudagur, júní 03, 2007

Fyrsta útilega ársins



Við fórum í útilegu á föstudaginn ég Jói og Reynir.
Tjaldað var til einnar nætur uppí innstadal. Eftir smá labb í rigningu stytti svo upp og hófst smá klettaklifur, grillveisla og svo kvöldvakan

Jói og Reynir Stilla sér upp fyrir myndavélina

Tjaldbúðirnar tilbúnar

Eftir vel heppnaða kvöldvöku var svo bara farið að sofa og svo heim eldsnemma um morguninn.

Jæja bara að setja smá fréttir hérna inn. Lítið að frétta annars nema að maður er byrjaður að vinna aftur, Argrímur Búri dafnar með hverjum degi og allir hressir á heimilinu.

jæja þangað til seinna

Servus