Velkominn í Himmaríki

sunnudagur, júní 26, 2005

25ára afmæli nálgast

Jæja þá er farið að styttast aldeilis í að maður komist í fullorðina manna tölu og við það tilefnin ætlum við Herdís að blása til tilheyrandi veisluhalda í kópavogi næsta föstudag. Maður er kannski aðeins og seinn í að skipuleggja svona á einni viku en svo óvæntar veislur eru alltaf skemmtilegastar. Ég vona bara að fólk hafi ekki verið búinn að gleyma mér og ákveðið eitthvað annað. Þetta verður þrusuparty og nú þegar hafa margir boðað komu sína meðal annars Kristbjörn alla leið frá Akureyri.
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, fyrsti vinnudagurinn á morgun svo að maður verður að fara hvíla sig.
fleiri fréttir seinna

1 Comments:

Blogger ReynirJ said...

Helvíti ertu að verða gamall drengur!!

3:44 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home