Velkominn í Himmaríki

fimmtudagur, október 27, 2005

Flensa

Smá kaldhæðni en pælið í því að það væri tekið á flensu hjá mönnum eins og hjá fuglunum. Þá væri lítið eftir af mannkyninu. Maður bara tekinn af lífi og brenndur.
smá dæmi maður er eitthvað slappur og hringir sig inn veikan, eftir smá stund er bankað. Menn í búningum með súrefni drepa þig og brenna þig svo fyrir utan húsið þitt. svo auðvitað þyrfti að einangra húsið manns og jafnvel loka götunni í smá tíma til að forðast útbreiðslu.
þetta er náttúrulega bara móðursýki í fólki, ég segi bara látum þetta bara koma yfir okkur og sjáum hverjir hrista þetta af sér og hverjir ekki.
Og ef ég á ekki eftir að fá flensu eftir þessi skrif þá veit ég ekki hvað?

þriðjudagur, október 25, 2005

c.a.45.000 konur og ég (The Story of my life)

Eftir að hafa unnið alla helgina eins og skepna ákvað ég í tilefni gærdagsins að skella mér í kröfugöngu í kjölfar kvennafrídagsins. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að auðvitað var gangan ekkert sérstaklega bara fyrir konur svo ekki halda að mér hafi liðið eitthvað illa, síður en svo. það virðist hafa elt mig alla mína ævi að ég er ávalt umkringdur konun(stelpum) hvað sem ég tek mér fyrir hendur. tökum nokkur dæmi, framhaldskólagangan 4strákar og 14stelpur oftar en ekki var ég einn af strákunum sem mætti með öllum stelpunum. annað dæmi leiðsögumannaskólinn meirihlutinn konur. þriðja dæmið ferðamálafræði kannski 2-4 strákar og svo restin stelpur. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Ég á öruglega alltaf eftir að geta fengið starf í framtíðinni á jafnréttisgrundvelli þarf sem að flest sem ég tek mér fyrir hendur virðast konur vera allsráðandi. en hvað þýðir það fyrir mig? Jú ferðaþjónusta sem láglauna atvinnugrein. ég segi afnemum launaleynd og tryggjum jöfn laun.
Annars er allt gott að frétta bara frí næstu helgi og ekkert ákveðið.

fimmtudagur, október 20, 2005

stórtíðindalaus helgi framundan

Stefnt á að gera sem minnst þessa helgi nema að vinna. Okkur er boðið í 30 ára afmæli til Villa Erlu á lau ef til vill kíkkar maður þangað þeas ef maður verður ekki uppgefinn á að snúast í kringum rokkstjörnur á Hótelinu. Annars ekkert að frétta nema kannski að Fuglaflensan hefur gert vart við sig á heimilinu, einkennin eru leti sem leiðir til af sér vanlíðan og niðurgang. auðvitað er ekkert til í þessu en við bíðum samt spennt eftir flensunni eða jólunum það var annaðhvort.

föstudagur, október 14, 2005

fös,lau,sun

Alltaf gaman að fá helgarfríi sérstaklega þar sem þau koma bara aðra hvora helgi í mínu tilfelli. Við Herdís höfum ákveðið að bregða útaf vananum og skella okkur ekki til útlanda þessa helgina. Hins vegar verður skellt sér í aðra hellaskoðun á laugardaginn í félagskap Jakana. Hellirinn er Gjábakkahellir og víst opinn í báða enda svo þetta verður ekki eins erfitt og Raufarhólshellir eða hvað sem hann hét nú. vonum bara að þetta gangi fyrir sig stóráfallalaust þar sem við vitum ekki alveg hvar þessi hellir er (reyndar erum með eitt hnit N 64° 13' 180", W 20° 59' 501")
Semsagt undirheimar íslands skoðaðir um helgina
góða helgi

mánudagur, október 10, 2005

tilkynningarskyldan

Maður má ekki gleyma að setja smá fréttir af sér inn af og til. London Ferðin er semsagt yfirstaðinn og gekk hún vara þrusuvél þrátt fyrir 2klst töf á brottför vegna tæknibilunar og við misstum næstum af vélini heim þar sem að við læstumst inni. Allt voða afslappandi og ég er ekki frá því að ég hafi verið endurnærður þegar ég kom heim. Ferðin á hinsvegar örugglega eftir að minna á sig á komandi mánuðum fjárhagslega séð.
Svo er maður bara búinn að vera vinna síðan að maður kom heim og ákvað ég að skreppa norður í smá stress því það hefur töluvert vantað í líf mitt undanfarið. Jæja nenni ekki að skrifa meira í bili bæ