Velkominn í Himmaríki

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

A Hitch-hiker´s guide to the travel

Það er um að gera að vera með allt á hreinu áður en lagt er á stað í ferðalag. Þess vegna æfi ég mig oft heima áður en ég legg af stað í hann. Þessi mynd er tekinn af mér þar sem ég var búinn að vera á rölti um íbúðina í heilan dag. Svo var horft á Amazing Race og eldað á primus. Svo er bara að fara skríða inn í tjald og fara að sofa. Ef það er eitthvað sem maður lærir í Ferðamálafræði og landfræði þá er það að ferðast. En munið börnin góð, Æfingin skapar meistarann.

Nei þetta er meira svona til að kynna hið mikla ferðasumar sem er framundan. Stefni allavega til Eistlands í 10daga og svo eitthvað meira road-trip um Europe east-side. Meira um það seinna nenni ekki að vera með of miklar yfirlýsingar ef þær standast svo ekki.
Verið sæl að sinni
Himmi

1 Comments:

Blogger Siggi said...

Já sko RÉTT æfing skapar meistarann! Tómt vesen að vera að gera alltaf vitlausa æfingu sko.

Flott síða maður, til hamingju með hana. Endilega uppfæra hana reglulega þó það væri ekki "nema" myndir með smá texta.

Jæja, þarf að fara í gítartíma...

10:10 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home