Velkominn í Himmaríki

mánudagur, mars 21, 2005

Tóta ist nicht tot

Bara svona að láta alla velunnara bílsins okkar að hún er kominn aftur á götuna. Hún er samt sami drykkjuboltinn. Herdís sótti mig á bílnum eftir tíma í dag, þurftum smá að erindast. Vildi ekki betur en svo að bíllinn varð besínlaus á planinu hjá öskju. Þurftum að labba á bensínstöð og tilbaka með brúsa og trekt. Frekar fyndið allt saman. Vorum á leiðinni á bensínstöð en Herdís gleymdi símanum sínum heima áður en hún sótti mig svo hún fór að ná í hann. Hefðum líklega náð á bensístöðina ef hún hafði ekki farið heim að ná í hann.
já það er meira en lítið að henni Tótu þessa dagana. þarf að fara setja mynd af henni inn bráðum svo fólk þekki okkur á götunni.
gleðilega Háska

3 Comments:

Blogger Siggi said...

Ég held að Tóta sé frekar meira eins og bíllinn hans Stephen King; Tóta er að reyna að drepa ykkur, en ekki að reyna sjálfsvíg.

Hvernig er þetta annars, geta ekki allir kommentað á síðunni þinni - bara þeir sem eru skráðir hjá Blogger?

1:55 f.h.

 
Blogger Hilmar said...

Jebb allir verða að vera skráðir hjá Blogger og ég leyfi engin nafnlaus komennt. Það er lang best

9:24 f.h.

 
Blogger Siggi said...

Já, það er gott í þínu tilfelli þegar psycho stalker ásækir þig - en leiðinlegt fyrir fólk sem vill skrifa eitthvað.

2:14 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home