Velkominn í Himmaríki

fimmtudagur, mars 10, 2005

Ferðamannabólusetningar

Mér leiddist tilbreytingaleysið í lífu mínu í dag svo ég lét sprauta í mig Lifrarbólgu A og B, Stífkrampa og barnaveiki. Allt fyrir einungis 6.750. Fór svo út að borða með Herdísi og kúbufólkinu í von um að einhver veiki mundi kikka inn, raunin var ekki sú. Ég held ég verði að bíða aðeins lengur. Er samt kominn með smá verk í vinstri hendina núna.
Allavega er komið aldeilis tilhlökkun í mann fyrir afmælið á Laugardaginn þá verður sko Singstar Party tækinn okkar vígð opinberlega. Shit hvað við Herdís sökkum í þessu dóti.

1 Comments:

Blogger Halldór Jón said...

Þegar ég tók plásturinn af mér áðan þá sluppu nokkrar lifrarbólgu bakteríur út og ég finn þær hvergi. Það er auðveldara að ná barnaveikisbakteríunum þær eru ekki farnar að labba þannig að þær eru auðveld bráð og svo drap ég nokkrar taugaveikisbakteríur sem reyndu að komast út um gluggann hjá mér. Það er hörku vinna að fara í svona sprautur maður. Nóg að gera!

11:42 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home