Velkominn í Himmaríki

laugardagur, mars 19, 2005

Tóta ist tot

Haldið þið ekki að bíllinn okkar Tóta toyota (reyndar bíll Birtu&Úu) hafi reynt sjálfsmorð í gær. Herdís var að keyra á henni og bara allt í einu voru engar bremsur. Tóta kerlinginn er búinn að vera dugleg að klára bremsuvökvan sinn undanfarið og teljum við þessa tilraun til sjálfsvígs afleiðing mikillar drykkju á bremsuvökva. Nú er hún bara á gjörgæslu og sálfræði meðferð í kópavoginum. Algjört vesen að hafa bíla, best að fara kaupa sér hjól bara bráðum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home