Velkominn í Himmaríki

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Svo lítill tími og mikið að gera

Þessi önn, eða þetta ár er ekki búið að fara rólega af stað. Endalaus afmæli allar helgar og nóg að gera í öllu. planið næstu þrjár helgar er að verða pakkað og lítið má bætast við án þess að maður fari hreinlega yfir um. það er t.d. leikhús á föstudaginn, afmæli á laugardaginn. næstu helgi förum við norður á Árshátíð flugfélagsins vonandi einhver afslöppun þar, svo helgina eftir það sumarbústaðaferð Jaka með tilheyrandi gleðskap.
Og talandi um sumarið, Ferðalög, ættarmót, afmælið mitt og fleiri ferðalög.
Svo verður maður að fara leyta sér að vinnu en hver vill ráða mann í vinnu ef maður hefur ekki tíma til að mæta í vinnunna. Ég verð að fara sækja um styrk úr ríkissjóði eða eitthvað.
jæja Vona að þið eigið ´góða helgi, hver veit nema að maður hendi inn einhverjum myndum eftir helgi.
Servus

1 Comments:

Blogger Siggi said...

Þú gætir kannski sótt um listamannslaun, segist vera að listamaður við að lifa. Eða kannski geturðu sótt um örorkubætur vegna tímaskorts?

5:27 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home