Velkominn í Himmaríki

föstudagur, mars 25, 2005

Gangan í gær

Gengið var til góðs í gær. Sérvaldnir Jakar lögðu af stað í leiðangur frá Reykjavík um klukkan 9 á tveimur bílum. Ég var á Jeppa Sigga og Ásu svo ég er ekki frá því að karlmennskan hafi aðeins aukist eftir þessa ferð. Já við gengum upp Hveradal að Dalseli sem er skáli. Ef einhver er ekki alveg með þetta í kollinum þá er bara ekið til Verahvergis eða hveragerðis og þaðan er labbað upp dalinn. þetta er svona 3km leið mikil drulla og ekki verra að vera í legghlífum. Veðrið var fínt þó að það hafi ringt smá. Á leiðinni er hægt að fara í bað í heitum læk en við nenntum því ekki þar sem allir voru nýbúnir að baða sig. mig minnir að við höfum verið kominn í byggð aftur um klukkan þrjú og þá var auðvitað farið í Eden og svo brunað heim. Svo var grillað á Kleppsvegi fyrir göngufólk um kvöldið, smá öl drukkið og fylgst með Bobby koma til Íslands.
Núna er maður bara að læra á kleppsvegi, frekar leiðinlegt svo ég ákvað að blogga barasta. ég er ekki með mína tölvu hérna nettengda svo ég set bara inn myndir seinna.
eigið langan föstudag
Servus

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home