Velkominn í Himmaríki

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Fimmvörðuháls

Þá er loksins komið að því fyrsta útilega ársins. Lagt verður í hann frá Bsí klukkan 17 á föstudaginn, ferðinni er heitið að Skógum og þaðan upp fimmvörðuháls niðrí þórsmörk. Gengið verður um nóttina og gist laugardagskvöldið. Er farinn að hlakka bara hevíti mikið til enda búinn að vera á leiðinni síðustu 2 sumur. Ferðafélagarnir verða nokkrir Jakar og verður því þrusustuð alla leið og allan laugardaginn að sjálfsögðu. Jæja ætla ekki að gera meira úr þessu, það er ekkert svo góð spáinn fyrir helgina nefnilega
Bless að sinni

1 Comments:

Blogger ReynirJ said...

Engar áhyggjur, mundu bara eftir því að taka með þér stroh. Það mun ylja þér ef þér verður eitthvað kalt.

12:22 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home