Velkominn í Himmaríki

miðvikudagur, júní 13, 2007

Fótbolti aftur

Ekki svo löngu síðan lagði ég takkaskónna á hilluna og sagði formlega skilið við opinberan fótboltaferill minn.
Eftir að Ísland skít tapaði fyrir Svíþjóð hérna um daginn stóð okkur strákunum í KF Nörd ekki á sama og skoruð á sænsku nördana í vináttu landsleik. Leikurinn verður háður í heimabæ mínum Kópavogi þann 6.júlí n.k.
Stefnt er á að setja íslandsmet í áhorfendafjölda og að sjálfsögðu stefnt á fyrsta sigur KF Nörd í fótboltaleik. Ekki slæmt að verða orðinn 27ára og fara að spila sinn annan stórleik og það í landsliðinu.
Jæja annars er allt gott að frétta, ég er farinn út að skokka og undirbúa mig fyrir átökin. Farið að undirbúa stuðningsópin og æfa öskrin það styttist í leik ársins.

Kv
Hilmar Landsliðsmaður í fótbolta

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home