Velkominn í Himmaríki

fimmtudagur, mars 03, 2005

Helgin framundan

Maður orðinn svo fjölhæfur þessa dagana ekki samt verra ef maður væri 4, það væri snilld.
Annars er ekkert framundan um helgina nema kannski að reyna að gera rannsóknaráætlun fyrir b.s.ritgerð. Er svona eiginlega búinn að ákveða efni og skoða fullt af heimildum bara spurning hvernig á að tækla verkefnið svo leiðbeinandin verði ánægður. Kannski maður skelli sér í góðan göngutúr með Birtu og Úu við skuldum þeim nokkra göngutúra sérstaklega þar sem að þær eiga bílinn sem við höfum til afnota. Annars hef ég ekki hitt vinin mína frekar lengi spurning um hvað þeir séu að bralla. jæja eigið góða helgi Servus

Himmi

3 Comments:

Blogger Erla said...

Við vorum nú farin að halda að þú værir búinn að afneita okkur -- eða ertu ekki annars að tala um okkur vini þína??!!

10:41 f.h.

 
Blogger Hilmar said...

Jú nákvæmlega ykkur, gaman að sjá að þið eruð lifandi Erla. Hvað heita annars allir hinir. Maður er reyndar aldrei búinn að vera heima um helgar svo þetta er kannski ekki skrýtið

10:44 f.h.

 
Blogger Siggi said...

Hehe, já, sniðugt ef þú gætir verið fjórir. Þannig að ef þú ert spurður "Ertu einn?", þá geturðu svarað "Nei, ég er fjórir".

Blogger er víst komið með Pop-Up kommentakerfi, eða það er þá á leiðinni - tjekkaðu það, það er mikið þægilegra en þetta.

8:18 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home