Velkominn í Himmaríki

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Þá er það ákveðið

Þá er það ákveðið, amk er búið að bóka heimferðina svo að það verður aftur snúið eftir þessa interrail ferð um Evrópu. Ég held líka að þetta sé svona í síðasta skipti sem að maður getur séð Austur-Evrópu áður en McDonalds ríður henni í rassgatið. Hér er stutt áætlun um áfangastaði, auðvitað er ekki allt ákveðið þeas löndin nokkurnvegin ákveðið (ef vegabréfáritanir reddast) en hvar við stoppum ekki alveg komið á hreint

Finnland-Helsinki
Eistland-Tallin,Tartu
Rússland-St.Péturborg
Eistland – Tartu
Lettland –
Litháen
Pólland- Varsjá-Kráká
Úkraína- Lviv
Slóvakía- Bratislava
Ungverjaland- Budapest
Króatía- Zagreb
Slóvenía-
Austurríki – Vín
Tékkland – Prag
Þýskaland – Berlín
Danmörk - Köben
Ísland - Reykjavík,Akureyri

Svo er öllum velkomið að hitta okkur einhverstaðar á leiðinni ef fólk er á svæðinu. já svo vantar okkur gistingu á öllum stöðum svo við þiggjum það líka.
Jæja meira um skipulagningu seinna, bara svona smá til að gera ykkur hin öfundsjúk

1 Comments:

Blogger Halldór Jón said...

Vá hvað ég öfunda ykkur geðveikt mikið, ætlið þið nokkuð tvö? Það er víst rosalega mikilvægt að hafa góða ferðafélaga í svona ferðum, sem eru fyndnir og taka gríni og hressir, verður að vera topp fólk.
kv
Öfundsjúki maðurinn á 3. hæð

4:53 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home