Velkominn í Himmaríki

mánudagur, febrúar 14, 2005

Helgin afstaðinn

jæja þá er helgin búinn og svosem ágætt ef í heildina er litið. Við fórum í afmæli á laugardaginn hjá Gunnhildi vinkonu Herdísar. vorum bara frekar róleg og komum heim eitthvað um klukkan 4. maður er orðinn svo gamall og nennir þessu ekki lengur. Svo er bara verið að fara norður á föstudaginn á árshátíð flugfélagsins, gistum eina nótt heima og förum svo á hotel kea og gistum þar. Svo hringdi auðvitað Bjögga í mig áðan og bauð mér í afmæli. Þessum afmælum ætlar aldrei að linna. Sorry Bjúgus, gott boð hjá þér bara búinn að skipulegja fyrir löngu.
Annars sit ég bara í tíma og er að fara kynna markaðsverkefni sem við vorum að vinna yfir helgina, maður er bara orðinn forstjóri fyrirtækisins West-Icelander Travel, ekki slæmt amk í einn dag. Ætlum að reyna fá vestur íslendinga í ferðir til íslands og notum slagorð eins og Come see what you are made of og Who do you think you are?
hehe meira svona djók ferðir en á eftir að rokseljast næsta sumar vonandi.
well farinn í frímó
Servus

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home