Velkominn í Himmaríki

föstudagur, ágúst 26, 2005

Þotuliðið

Herdísi var boðið til haustfagnaðar sjónvarpstöðvarinnar Sirkus í gær. Auðvitað var ég dregin með. Ég verð að segja að allt svona stjörnuliðsvesen á íslandi er bara fyndið. Þetta var haldið á Árbæjarsafninu og tókst bara helvíti vel áfengið flæddi eins og bjór og allar stórstjörnur íslands voru mætt á svæðið. Það kom mér samt á óvart hvað ég þekkti fáa persónulega ég meina hey hvar voru allir? Ég meina eina sem maður þurfti var útúr speisuð design sólgleraugu til að fitta inn
Ég hef ákveðið að þegar ég verð frægari þá skal ég sko bjóða öllu fræga fólkinu í party til mín og svo líka ófræga fólkinu svo ég hafi einhvern til að tala við.
Annars er ekkert að frétta nema að Ásgeir kolbeins er búinn að dekkja á sér hárið (hjálmin) en samt með amk 27 mismunandi liti í strípum eins og Stjórnandi kvöldþáttarins orðaði það.

1 Comments:

Blogger ReynirJ said...

Ásgeir Kolbeins er líka mjög töff gaur!!

11:29 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home