Velkominn í Himmaríki

laugardagur, júlí 23, 2005

Stoltur íbúðareigandi

ég og Herdís vorum rétt í þessu að kaupa okkur 3ja herbergja íbúð, reyndar eigum við hana 50%með Ásu systir og Sigga. Þessi íbúð er öðruvísi fyrir þær sakir að hún er öll úr vatnsheldu efni og vegur aðeins 18kg. Ok ok þetta er tjald sem við eigum eftir að nota í útilegur í tilheyrandi framtíð. það sem er svo helst að frétta er að Verslunnarmannarhelginn er framundan og þá kemur Ástralski Kristniboðinn vinur Herdísar í heimsókn og við förum líklega í 2 útilegur með honum. Annars er maður bara alltaf að vinna og hefur aldrei neinn tíma til að gera neitt skemmtilegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home