Velkominn í Himmaríki

laugardagur, apríl 08, 2006

köttur slasast í Kópavogi

Það er fátt betra en að lesa mbl.is þegar manni leiðist. ég komst til dæmis að því í dag að 20m fall getur tekið sinn tíma. samkvæmt þessari frétt um 16:35 Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar á leiðinni að Strúti til bjargar vélsleðamanni sem féll um 20 metra þegar hann fór fram af hengju og er áætlaður lendingartími 16.40.

Og svo þarf maður ekki að hafa áhyggjur að drepast úr fuglaflensu samkvæmt þessu.
Bush sagður undirbúa víðtækar sprengjuárásir á Íran
Bandaríski blaðamaðurinn Seymour Hersh segir í grein í tímaritinu The New Yorker, að Bandaríkjastjórn sé að undirbúa víðtæka árás á kjarnorkuver í Íran þar sem meðal annars komi til greina að beita litlum kjarnorkusprengjum, svonefndum byrgjabönum.

Gott að vita að þær verða þó ekki nema litlar. Hver hefur ekki leikið sér með smá kjarnorku af og til.

Þetta voru fréttir klukkan 17:00. Fréttir verða aldrei sagðar aftur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home