Velkominn í Himmaríki

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Morgunblaðsmenn í hættu

Ég held að morgunblaðið verði að fara gera frekari ráðstafanir ef þeir vilja að þetta endurtaki sig ekki
samkvæmt frétt af mbl.is (http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1186953)

Leikskólabörn sungu fyrir starfsmenn Morgunblaðsins

Starfsmenn Morgunblaðsins fengu óvæntan glaðning og heimsókn um hálfellefuleytið í morgun þegar anddyri hússins fylltist af börnum úr leikskólanum Austurborg. Börnin voru þangað komin ásamt leikskólakennurum til þess að syngja fyrir starfsmenn í tilefni af Vetrarhátíð og höfðu auk þess föndrað snjókorn og frostrósir sem skreyttu anddyrið. „Krummi krunkar úti“ var fyrsta lag á dagskrá en alls sungu börnin þrjú lög og hlutu mikið og verðskuldað lófatak fyrir.

Mikið rosalega er ég farinn að kvíða til Öskudagsins, verð nefnilega að vinna þá.

3 Comments:

Blogger Valgerður Ósk said...

Ég vona að ég sleppi sem mest við þetta þar sem ég byrja að vinna klukkan fjögur en það er aldrei að vita. Vonandi koma engin leikskólabörn hingað (leikskóli mjög nálægt).

1:51 e.h.

 
Blogger Elías Már said...

Skil þig Hilmar er einmitt að vinna fyrri part miðvikudags í verslunarmiðstöð og það verður ekki gaman.

10:39 e.h.

 
Blogger Halldór Jón said...

Ég vona að ég sé í öruggri fjarlægð frá miðbænum í vinnunni minni. Leggja þetta dæmi niður og halda börnunum inni á leikskólunum og í skólunum.

7:22 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home