Velkominn í Himmaríki

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Jæja þá

Bara búið að vera nóg að gera að undanförnu kíkt í búningarpartí síðustu helgi og svo bara hellaskoðanir aðrahvora helgi. Svo nátttúrulega að vinna hjá hinu yndislega fyrirtæki sem ég vinn hjá, alltaf nóg að gera þar.

Ég og Herdís erum svo að fara rífa niður vegginn inní stofu það er að segja opna fram á gang svo að það verða líklega miklar framkvæmdir í gangi næstu daga/mánuð. Þeir sem eru góðhjartaðir mega búast við að vera kallaðir til hjálparstarfa svosem að bera 2tonn af steypuklumpum eða leggja parket á gólf. fyrir velunninn störf fær fólk svo að öllum líkindum boðskort í innfluttningspartý sem verður nú að fara halda bráðum er það ekki?
Jæja sæl að sinni og klæðið ykkur vel :)

1 Comments:

Blogger Erla said...

Já eru ekki tímamörkin á innflutningspartýi ca. ár??!! Ég er allavegana búin að bíða allt of lengi eftir heimboði því eins og þú veist þá kann ég ekki við að þurfa að bjóða mér sjálf.

9:33 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home