Velkominn í Himmaríki

mánudagur, október 16, 2006

Akraborgin 2

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heimsótti nýju Akraborgina öðru nafni USS Wasp sem liggur um þessar mundir við Skarfabakka í Sundahöfn. Skipið sem lagði að höfn í gær er 40.000 tonn að stærð og 250 metrar að lengd, knúið tveimur vélum sem samanlagt skila um 140.000 hestöflum.
Valgerður sagði skoðunarferðina hafa verið upplýsandi og aðspurð sagði hún að koma nýju Akraborgina væri táknræn fyrir varnir Bandaríkjamanna hérlendis.
Um 1.300 manns eru um borð í skipinu sem sigldi hingað frá Líbanon. Skipverjarnir hafa nú verið í 50 daga úti á rúmsjó og margir fögnuðu því mikið þegar þeir komust á fast land til þess að skoða sig um í Reykjavík eða fara í Bláa Lónið svo dæmi séu tekin.
Þá fóru 30 sjóliðar sem eru í góðgerðarfélagi USS Wasp í heimsókn í Barnaspítala Hringsins í dag og gaf börnunum m.a. derhúfur, miða til Akranes og boli . Að auki heimsótti djasshljómsveit vistmenn á Hrafnistu í Reykjavík og lék fyrir þá nokkur vel valin lög.
Á morgun verður svo spilaður vináttuleikur í fótbolta og körfubolta á milli skipverja og íslenskra liða.
Ekki eru þó allir jafnhrifnir af heimsókn herskipsins en Samtök herstöðvaandstæðinga lýstu vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn skipsins í gær. Fram kemur í tilkynningu frá þeim að íslenskt land, íslenskar hafnir og allt það hafsvæði sem tilheyrir Íslandi eigi að vera í friði fyrir herskipum eða öðrum hernaðartólum. Auk þess eigum við þessi fínu göng sem liggja til Akranes
Síðar í dag mun Geir H. Haarde forsætisráðherra heimsækja skipið og á nk. sunnudag mun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kasta kveðju á skipverjana.
Skipið mun leggja úr höfn til Akranes á mánudaginn.
(Átt við frétt af mbl.is)
Fréttaritari Himmaríkis
Himmi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home