Velkominn í Himmaríki

sunnudagur, september 03, 2006

Burtséð frá fótbolta

Eftir mikið stúss og fótbolta undanfarnar vikur var tilvalið á laugardaginn að leysa af sér takkaskóna og skella sér í smá útivist að hætti Sigga ofurskáta. Það verður nú að viðurkennast að maður var ekki alveg vel upplagður eftir tvær afingar á föstudaginn, bæjarrölt til þrjú um nóttina og svo æfingu hjá Flame laugardagsmorgun. Staðurinn var Stardalur á leiðinni milli Mosó og Þingvalla þar leynist ein besta óboltaða klifurleið á landinu (úff djöfull er ég orðinn pró) Hér koma svo nokkrar myndir til að styðja mál mitt

Hér er ég að reima á mig klifurskó nota bene ekki takkaskó

Hér er maður kominn upp í hæstu hæðir, kletturinn um 20metrar á hæð og maður þarf að treysta á lítinn spotta
Herdís stóð sig með prýði en fjallageit í fyrra lífi að eigin sögn ég held hinsvegar að hún hafi bara verið venjuleg geit :)


Næst og síðast var reynt við svokallað sprunguklifur sem fellst í því að skorða hendur og tær inn í sprungur og svo hífa sig upp á því taki. Ekkert sérstaklega þægilegt en virkilega krefjandi verkefni.
Svo ein svona í lokinn að lokum kominn. þetta er nokkuð góð líkamsrækt verst að ég steinsofnaði svo um kvöldið á ljósanótt vegna þreytu.

Minni svo fólk á nördana á Sýn alla fimmtudaga ég hlýt að koma meira fyrir í næsta þætti. Æstir aðdáendur eru víst ekki sáttir við fyrsta þáttinn þar sem ég kem sáralítið fyrir.

1 Comments:

Blogger Erla said...

Shit ég hefði dáið úr lofthræðslu og samt er ég steingeit....ætti kannski samt ekkert að vera að auglýsa það - verð hinum bara til skammar með skræfuhætti!!

8:46 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home