Velkominn í Himmaríki

sunnudagur, júlí 16, 2006

lífið heldur áfram

jæja þá er komi tími til þess að láta vita að maður er á lífi og allt gengur vel. Maður er bara alltaf í boltanum eins og við segjum það og vinna þess á milli. Á reyndar frí næstu helgi en hef ekki ákveðið enþá hvað skal gera. Erla og co eru að skipuleggja útilegu uppí bláfjöll, herdís og co uppí Þjórsárdal og svo ætla einhverjir Jakar á strandirnar. Nóg um að velja eða hafna semsagt.
Samt liggur eiginlega mest á að brjóta utan af húsinu okkar lausan múr og laga það svo aftur, einstaklega skemmtilegt verk sem gæti tekið stuttan tíma ef allir hjálpast að. hvernig væri að við mundum öll slá þessu uppí kæruleysi og bara sleppa því að vera fara út á land sem er ógeðslegt og hjálpa Herdís&Himmi Group í að laga húsið, hvað segið þið við því. Maður má sko ekki vera að þessu, alltaf í boltanum sko.
Jæja best að fara slútta þessu leikur á miðvikudaginn
Veriði sæl.

5 Comments:

Blogger Erla said...

Bláfjöll??!! Útilegu í Bláfjöll?? Er ég að skipuleggja útilegu í Bláfjöll?? Held að þú sért búin að skalla aðeins of marga bolta í sumar Hilmar! Kerlingafjöll er málið þó það væri reyndar örugglega ógeðslega fyndið að fara í útilegu í Bláfjöll..

8:42 f.h.

 
Blogger Hilmar said...

Róleg á því að nudda smá mistökum framan í mann. veistu ekki að fótboltamenn eru gífurlega örundsárir og hika ekki við að skalla fólk í bringuna ef það hjálpar til. Bláfjöll, kerlingafjöll bæði skíðasvæði. þú ert semsagt að fara í útilegu á skíðasvæði

2:07 e.h.

 
Blogger Erla said...

...er þetta parturinn þar sem ég ætti að segja eitthvað um mömmu þína og systur??!!!

8:38 f.h.

 
Blogger Hilmar said...

Prófaðu ég mana þig :)

12:00 e.h.

 
Blogger Erla said...

Nei kann mig betur en það!!

10:24 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home