Velkominn í Himmaríki

mánudagur, maí 01, 2006

Life er Fótbolti

Minn óstjórnlegi áhugi á knattspyrnu hefur nú náð hámarki.
Ég veit að ég mundi aldrei ná inn í byrjunarlið í HK en kannski í FC Nörd
Sýn er að fara af stað með nörda fótboltaþátt. kannski minn séns á að upplifa það sem mér misfórst í æsku, þ.e. að komast í fótbolta klíkuna og tilheyra liði (í dag er það nátturulega HK)
Þetta er virkilefga spennandi tækifæri, hvað segir fólkið á maður að sækja um hehe

7 Comments:

Blogger Halldór Jón said...

Maður verður að byrja einhverstaðar. Ég myndi sækja um ef ég væri þú, þetta gæti verið stökkpallur inn í HK-klíkuna.

2:29 e.h.

 
Blogger Valgerður Ósk said...

Ég mæli eindregið með því að þú skráir þig, líka gott tækifæri til að komast í sjónvarpið og öðlast þínar 15 mínútur af frægð :)

9:59 f.h.

 
Blogger Valgerður Ósk said...

Ég er hissa á því að finna ekki nafnið þitt undir félagaskrá HK.
Ég hélt að þetta yrði þitt fyrsta verk sem einn helsti stuðningsmaður HK!

10:15 f.h.

 
Blogger Hilmar said...

ég held að það sé eitthvað svona bakgrunns check í gangi er búinn að skrá mig tvisvar

10:55 f.h.

 
Blogger Erla said...

Ég myndi glöð kaupa ársáskrift af SÝN ef að þú yrðir með í þessum þætti - einnig lofa ég hér með að mæta á alla leikina þína og ekki segja styggðaryrði um HK ef þú sækir um og færð að vera í liðinu!
áfram Fram (enda unnum við meistaradeildina í handbolta karla)

11:57 f.h.

 
Blogger Hilmar said...

Já Til hamingju Erla með titilin. ég sé að þú ert farinn að fylgjast með Frammörum

12:30 e.h.

 
Blogger Elías Már said...

Að sjálfsögðu áttu að sækja um, enda klassa knattspyrnumaður þarna á ferðinni.

7:39 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home