Áfram Kópavogur
Ég veit ekki afhverju það var ekkert um þetta í fréttunum eða sýnt beint á sýn en hér kemur það.
18. apríl 2006
Hörður afgreiddi Víðismenn
HK sigraði Víði úr Garði, 2-1, í deildabikar meistaraflokks karla í Fífunni í kvöld. Það var Hörður Magnússon (yngri) sem sá um að afgreiða Suðurnesjapiltana því hann skoraði bæði mörk HK, á 5. og 60. mínútu. Georg Sigurðsson jafnaði fyrir Víði á 28. mínútu. Hörður Már Magnússon brenndi af vítaspyrnu í leiknum sem var að mestu einstefna að marki Víðismanna.
Minn Fyrsti sigur sem HK-ingur þetta er aðeins sá fyrsti af morgum, HK verður stórveldi í enda sumars.
2 Comments:
Þú hlýtur að vera að grínast í mér Hilmar!! Ég hætti að lesa bloggið þitt ef það á að fyllast af fótboltafréttum!!
10:16 f.h.
Fúlasta Alvara Erla mín. Eins gott þú mætir í réttu litunum þegar þú kemur í heimsókn.
Þess má geta að mínir menn hafa ekki tapað leik síðan að ég byrjaði að styðja þá.
11:39 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home