Velkominn í Himmaríki

mánudagur, apríl 17, 2006

Kópavogur Forever

Þá er maður official fluttur inn Kópavogin. Gistum okkar fyrstu nótt í gær og ég svaf bara mjög vel. enþá er verið að vinna í að taka upp úr kössum við eigum svo mikið af fötum að það er ekki grín. Spurning um að leigja sér bás í kolaportinu.

Ég hef líka ákveðið að gerast fanatískur HK aðdáandi og labba um göturnar á leikdögum með HK-trefil íklæddur fínni merkjavöru og öskrandi heróp. Og verður það til nýbreyttni hér á blogginu að fréttir að framgangi HK verða sagðar reglulega. Einnig verður litið á bak við tjöldin og spáð í leikmannakaup og svoleiðis. Ég held að HK eigi eftir að taka deildina og alla bikarana í sumar ekki spurning.

Annars framundan er árshátíð á hótelinu síðasta vetrardag. boðar ekki gott fyrir heilafrumurnar en vonandi vinnur maður eitthvað skemmtilegt.

Jæja ekki meira í bili læt hérna eina frétt af uppáhalds vefnum mínum www.hk.is fylgja með:

17. apríl 2006
Danmerkurferðin var vel heppnuð
Meistaraflokkur karla kom heim frá Danmörku seint á fimmtudagskvöldið eftir að hafa dvalið í æfingabúðum í bænum Vildbjerg á Jótlandi í eina viku. Strákarnir hafa í kjölfarið fengið frí í þrjá daga en mæta aftur á æfingu í Fagralundi í dag og á morgun er leikið gegn Víði úr Garði í deildabikarnum.

2 Comments:

Blogger Elías Már said...

Nú held ég að Himmi sé endanlega búinn að missa það. Hann er kominn í boltann, er ekki ráð að bjarga manninum.

8:25 e.h.

 
Blogger Hilmar said...

Það væri nú frekar að stoppa þessa´FH vitleysu í þér og reyna að snúa þér á réttu hliðina, það er HK

8:16 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home