Velkominn í Himmaríki

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Kópavogur...skrefi á undan

Djöful hlýtur internetið að hafa verið ömulegt í gamla daga allt svarthvítt og í mono....burt frá því séð þá er farið að styttast í afhendingu hjá okkur. fólkið eða the Others eins og ég kýs að kalla þau ætla að þrífa íbúðina á fös, svo fös kvöld eða lau morgun fáum við afhent.
Þá tekur við að mála stofuna og flytja á milli umferða. Þetta er nú ekki mikil búslóð en ég bíst við veseni við að flytja rúmið og sófan vegna stærðar hlutana. Reiknum með að vera flutt inn laugardagskvöld ef ekki pottþétt á sunnudag. Get ekki lýst tilhlökkun minni þá er það bara næsta skref að skella sér í bæjarpólítíkina.
annars bara pleðilega háska
og allir velkomnir í Lyngbrekku 3
Hilmar Hausmeister

3 Comments:

Blogger Siggi said...

Nei, bíddu, koma ekki börn á undan bæjarpólitík? Bæði krónólógískt séð en líka hvers gott það er að geta vísað í það að segjast eiga börn þegar maður er í pólitík. Þá svona á maður meira inngengt í samfélagið, skilur?

8:57 e.h.

 
Blogger Hilmar said...

Já Herdís getur séð um það ég nenni því sko ekki :)

9:51 f.h.

 
Blogger dísella said...

Nei ég nenni ekki að standa í svoleiðis núna.

2:16 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home