Kópavogur Lengi lifi
Það fer ekkert meira í taugarnar á mér að vera að vinna á leikdag. En maður verður víst að vinna til að geta lifað.
Svo við snúum okkur að alvöru málsins þá er mikilvægur leikur í dag fyrir mína menn
21. apríl 2006
DHL deild karla HK - Fram (Sko Handbolti fyrir ykkur sem vita það ekki)
Á morgun laugardag taka HK menn á móti Fram í Digranesi kl. 16.15. HK menn verða að sigra Fram í þessum leik ætli þeir sér að vera í Úrvalsdeild að ári, svo einfalt er það. Frammarar verða hins vegar að sigra ætli þeir sér Íslandsmeistaratitilinn í ár. Staðan í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir er þessi:
Fram 39
Haukar 39
Valur 34
Fylkir 32
Stjarnan 30
HK 24
FH 23
KA 23
ÍR 22
UMFA 20
ÍBV 18
Þór 13
Vík/Fjö 11
Selfoss 8
Sterkt lið sem við mætum þarna á þeirra heimavelli en ég held að strákarnir séu fullvissir um að reynast frömmurum erfiður biti. Til gamans má geta að mitt gamla stuðningslið er í sama sæti og HK
Annars er allt gott að frétta af HK svæðinu við skötuhjú erum bara að koma okkur fyrir og ma&pa ætla að koma um næstu helgi til að hjálpa okkur og heimsækja hann Þórir Kolbein. Svo innfluttningspartýið frestast líklegast um hálfan mánuð eða mánuð. meira um það seinna bara.
P.s. svo er leikur í fótboltanum á sun gegn ÍR meira um það á morgun
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home