Velkominn í Himmaríki

föstudagur, september 22, 2006

Sunnudagur til hefnda

KF Nörd - Valur
- Sunnudagur kl. 13.00 á Víkingsvelli
Allir velkomnir!Íslensku nördarnir í fótboltafélaginu KF Nörd verða í eldlínunni umhelgina.
Á sunnudaginn munu þessar stjörnur úr raunveruleikaþættinum KF Nörd, sem núer sýndur á Sýn við miklar vinsældir, mæta sama liðinu og þeir mættu ífyrsta þættinum, 3. flokki kvennaliðs Vals. Þá töpuðu þeir nördar stórt. Þurftu aldeils að "lúta í gras" eins og Bjarni Fel myndi orða það, og ermarkmiðið því auðvitað að ná fram hefndum.
Leikurinn milli KF Nörd og Vals fer fram á Víkingsvellinum og hefst kl.13.00 á sunnudaginn kemur. Aðgangur er ókeypis og eru allir hér með hvattir til þess að gera sérglaðan dag, hóa í fjölskylduna, mæta á leikinn og styðja við bakið á"strákunum okkar"."Áfram KF Nörd!"Með kveðju KF NÖRD

PS þeir sem vilja komast á leikinn 4.október mega endilega hafa samband við sem fyrst til þess að ég get tekið frá miða. Bless bless, Himmi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home