40vikur
Jæja þá eru komnar 40vikur hjá henni herdísi og maður er bara orðin frekar spenntur á að verða Pabbi í dag. En nei nei ekkert bólar á erfingjanum ég skil ekkert í þessu. Mér er skapi næst að fara niðrá fæðingadeild á eftir og krefjast útskýringa en dagurinn er ekki alveg liðinn. Þetta er bara ófyrirgefanlegt ég er sko hættur að trúa á læknisvísindin og aldrei að vita nema að við gerum þetta bara sjálf. Hef séð þetta í kvikmyndunum allt sem þarf er soðið vatn hrein handklæði og auðvitað skæri.
Jæja það þýðir víst ekkert að svekkja sig á þessu en ætli hann komi ekki bara sumardaginn fyrsta, við verðum bara að bíða. Annars er allt gott að frétta Herdís er við góða heilsu enþá að vinna og í hreiðurgerð hér heima.
erum að dútla við að gera einhverskonar barnalandsíðu búinn að setja link á hana hér til hliðar.
Sæl að sinni
Hilmar Barnlaus eins og er....
2 Comments:
Spennan er óbærileg! En bíddu er þetta strákur?? Vitið þið það? Vissi ég það kannski? Eða sagðirðu kannski bara óvart "hann"?
Allavegana vona ég að þetta eigi eftir að ganga smurt hjá ykkur ...eða aðallega náttúrulega Herdísi!!
9:26 f.h.
Jú mikið rétt ákváðum að nýta okkur læknavísindin og fá að vita kynið. Þetta er að öllum líkindum strákur ´sagði sónartæknirinn, en Læknavísindin gátu nú ekki haft daginn réttan svo ég er bara ekkert viss um að þetta sé strákur:)
12:07 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home