Velkominn í Himmaríki

mánudagur, febrúar 25, 2008

Fjallanga

Ef maður fer oft í fjallgöngur, þá er maður oftar en ekki að koma af fjöllum. Ég og Jakarnir Reynir og Halldór skelltum okkur á Skálafell á Hellisheiði í gær. Frábært útsýnisfjall en frekar kalt.
Allt liður í því að koma sér í gott form fyrirHvannadalshnjúkinn.

Við Herdís og Palli bróðir hennar skelltum okkursvo á snjóbretti deginum áður, svo eftir þessa helgi er ég þreyttur í löppunum. Næstu helgi er svo Skarðsheiði með 66°norður og Fjalleiðsögumönnum


Þangað til þá, klæðið ykkur vel

3 Comments:

Blogger Erla said...

Er þetta nýjasta tegund snjóbretta sem sést þarna aftan við Herdísi (geri ráð fyrir að þetta sé Herdís í rauðu úlpunni þó hún geri greinilega sitt besta til þess að fela hver hún er) ?

7:49 e.h.

 
Blogger Hilmar said...

Já Herdís er svo lítil þarf bara eitt skíði og það er eins og snjóbretti. Og já þetta er Herdís bakvið grímuna

9:20 f.h.

 
Blogger Siggi said...

Ég hélt að þetta hlyti að vera leynigestur með þér á myndinni.

7:16 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home