Velkominn í Himmaríki

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Sumarið hálfnað gott sem


Jæja þá er Sumarið svona hálf liðið og maður man varla eftir betra sumri (ég er þokkalega búinn að jinx´a þetta núna)

Allavega nóg að gera í vinnunni í útivistarbransanum og við fjölskyldan höfum það bara gott.

Við skelltum okkur í svona prufuútilegu með Arngrím síðasta laugardag í Þjórsárdal, Allt gott og blessað með það nema að það var helst bara of heitt á Sunnudeginum og Búri var eitthvað úrillur þegar leið á daginn.

Herdís og Arngrímur eru svo að fara til Köben að passa Bergþóru frænku þeirra í lok Júlí svo ég verð bara ein heima. Ætla að nota tíman og reyna að nýta eitthvað af þessu extreme útilegu dóti sem maður er búinn að hlaða inn á heimilið, bara verst að það er varla möguleiki að fá frí þarna fyrir vesló enda sölutími sjógallana að renna upp. Svo ef þið stefnið á Eyjar eða eitthvað svoleiðis sem ég stórefast um endilega droppið við og splæsið á ykkur amk sjóhatti fyrir verslunarmannahelgina.

jæja seinna meir

kv Himmi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home