Velkominn í Himmaríki

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Jóhannes?

Við vorum að spá í því um daginn, með fullri virðingu fyrir páfanum, Afhverju í ósköpunum hét hann á Íslensku Jóhannes Páll páfi annar. Á engilsaxnesku hét hann bara John Paul II. Nafnið Jón er reyndar stytting á nafninu "Jóhannes" sem merkir Guð er náðugur. Er Jón eitthvað slæmt nafn? Ég veit að Jón Sturla Vinur minn er ekki sammála því. Jóhannes er heldur ekkert slæmt nafn, meira að segja bróðir minn heitir það öðru nafni, en pælið í þessu! það hefði verið svolítið flott að geta sagt það er ekkert mál fyrir Jón Pál páfa.

Ef við förum svo aðeins lengra með þetta rugl þá má nefna menn eins og Jóhannes Lennon, Jóhannes Melandez (Röddin í Jay Leno þáttunum) Jóhannes Fitzgerald Kennedy, Jóhannes Kerry, Elton Jóhannes eða Bíómyndin, Being Jóhannes Malkovich. Eflaust leynast fleiri John´ar þarna úti.

Þið verðið að afsaka þetta bull í mér
Góða nótt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home