Velkominn í Himmaríki

fimmtudagur, september 08, 2005

Hvalaskoðun

Skellti mér í Hvalaskoðunn með Eldingu í morgun klukkan 9. Um að gera að skella sér svona fyrst að manni er boðið. Sáum ekki eins marga hvali og að ég bjóst við, kannski búið að veiða þá flesta. Nei nei það eru bara sumir farnir eitthvað annað. Sáum allavega höfrunga og einhverjar hrefnur. Fengum alveg geðveikt veður en samt var frekar kalt undir lokinn.
Svo er bara önnur sigling í kvöld í boði norðursiglingu á Skonortunni þeirra (Seglskip)
Annars er ekkert að frétta nema að maður þarf að vinna alla helgina og svo förum við kannski til Kulusuk í dagsferð þarnæstu helgi. Fínt að skella sér til útlanda í einn dag.

Hér ersvo einn hvalurinn sem við sáum.
Himmi

1 Comments:

Blogger Siggi said...

Já, kannski vísundaveiðarnar séu liðnar undir lok?

3:18 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home