Velkominn í Himmaríki

sunnudagur, apríl 10, 2005

Allt nóg að gera

Það er alltaf nóg að gera hér á bæ. Síðasta fimmtudag var ég ferðamaður um allt höfuðborgarsvæðið í kúrs sem heitir Borgir og Ferðamennska. Helvíti fínt að skoða höfuðborgarsvæðið svona með augum ferðamannsins. ´Fór svo a ð vinna á Föstudaginn það var fínt hitti Kennarann minn sem kenndi mér fyrri part námskeiðsins borgir og ferðamennska. Hann er sko nýkominn frá Kúbu, er sko farastjóri. Haldiði að hann hafi ekki bara gefið mér einn feitan Kúbuvindil eða Cohiba Habana Cuba, ég lofaði nú honum að reykja hann um helgina en ég á hann enþá bara hér heima. Maður þarf sko að gefa sér smá tíma þegar maður fírar í þessum vindli. Svo fór ég í Afmæli til Snorra á Föstudagskvöldið það var helvíti fínt gott að borða og fullt af víni eins og maður gat í sig látið.
Fór svo í gær á myndina Der Untergang sem er þýsk mynd á kvikmyndahátíðina um lokadaga Hitlers, Átakaleg mynd með rosalegum senum. Gaman að fá að sjá svona einu sinni hans hlið á málinu og ekki eitthvað bandarískt rusl.
Framundan lærerí reyna að læra eitthvað og byrja á bs-inum almennilega. svo fer nú að styttast í ferðalagið um Evrópu
Jæja
Auf wiedersehen

2 Comments:

Blogger Siggi said...

Allir Þjóðverjar voru, eru og verða öðlingar! Fórstu annars í Kringluna þegar þú varst að ferðast í bænum? Það er einn heitasti ferðamannastaðurinn.

12:06 e.h.

 
Blogger Hilmar said...

Nei reyndar fórum við ekki þangað en það var hugmynd

3:26 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home