Velkominn í Himmaríki

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

latest news

Það helsta í fréttum er ekki neitt.
Friggi bróðir kom í heimsókn kom í heimsókn um helgina og skemmtum við okkur bara ljómandi vel saman, fórum í party á föstudaginn og svo á laugardaginn var kíkt í bæinn með bjór í bakpoka eins og alvöru unglingar. eftir flugelda sýninguna kom svo úrhelli og maður hljóp bara heim eftir það. Svo er bara vinna alla næstu helgi. semsagt ekkert spes að frétta.
Svo vill ég hvetja fólk að vera vakandi í umferðinni það kemur fyrir amk 1 sinni á dag að einhver keyrir næstum yfir mig þegar ég er að hjóla, ótrúlegt hvað fólk keyrir yfir þegar það er rautt og svo er alltaf verið að svína á mann. Spurning um að fara bara að rekast viljandi á bílana og fá bætur. Það er ekki eins maður sé óvarinn með hjálm og allt.
Jæja bless í bili þetta voru engar fréttir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home