Velkominn í Himmaríki

miðvikudagur, mars 22, 2006

Kópavogur....A good thing

Ætli maður verði ekki að blogga eitthvað og láta vita af sér. Ekkert að frétta svosem lífið heldur sinn vanagang. Systir mín er kominn framyfir meðgönguna svo ég gæti eignast lítinn frænda á hverri stundu. Ég er einn heima þessa stundina að passa Birtu&Úu þær vilja fara út að labba. BS skriftir ganga hægt sem ekkert verð að fara rífa mig upp á rassgatinu.
Styttist í afhendingu íbúðarinnar reiknum með 15.apríl allt fyrir það væri vel þegið, höfum ekkert heyrt frá fólkinu sem við keyptum af um að fá afhent fyrr.
Rosalega mikið að gera í vinnunni alltaf fullbókað í miðri viku og svo allar helgar auðvitað, veit ekki hvað er að verða um okkar litlu eyju allt að fyllast af erlendum gestum. Ef fuglaflensan kemst í menn verð ég fyrstur til að fá mér sprautu.
Annars er ég ekki búinn að fara norður síðan í nóvember væri gaman að kíkja þangað við tækifæri.
well frekari fréttir ef eitthvað gerist áhugavert.

1 Comments:

Blogger Erla said...

Það er sama sagan hjá mér....óska þess stöðugt að ég geti fengið afhent fyrr enda er 15. apríl fáránlegur afhendingadagur með tilliti til tímasetningu páskanna þetta árið. Hef heldur ekki heyrt eitt einasta orð frá fólkinu sem við keyptum af. Vitleysa

4:09 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home