Velkominn í Himmaríki

mánudagur, apríl 18, 2005

Þá helgin er liðin í aldana skaut

Já það má segja að það sé allt í framkvæmdum hjá minni fjölskyldu þessa dagana. Systir og skátinn hennar voru að kaupa sér íbúð og ég og herdís málarameistari vorum að hjálpa þeim á laugardaginn frá ca 12-19, ekkert rosalega gaman að skafa málningu af veggjum en þið ættuð að prófa það. Svo í gær hjálpuðum við Pabba hennar Herdísar smá í garðinum sem er eitt moldarflag þessa dagana.
Nóg að gera annars nú er ég bara að fara lesa fyrir próf sem er á föstudaginn. Mamma og Pabbi eru að koma svo á miðvikudaginn Suður til að hjálpa til við íbúð Ásu og Skáta. Leiðinlegt að maður skuli vera að læra undir próf alla vikuna og svo er ég búinn að lofa Sigga frænda að leika í stuttmynd með honum næstu helgi, Sú mynd á víst að fjalla um yngri ár Derricks og er að sjálfsögðu á þýsku. Hlakka til að spreyta mig í því. jæja best að fara gera eitthvað.
Servus

2 Comments:

Blogger Siggi said...

Heyrðu, við erum bara viku á eftir áætlun, Tíminn kostar peninga (Mogginn líka) en þetta verður allt pottþétt næstu helgi. Ertu ekki örugglega laus á laugardaginn? Jafnvel föstudaginn ef við náum því? Ég klára handritið í dag, og þýði það svo vonandi með hjálp Sindra. Þetta er gott stöff ;-)

7:50 f.h.

 
Blogger Hilmar said...

Jú eftir því sem ég best veit þá er ég laus á lau en veit ekki með föstudaginn

2:44 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home