Bátsferð
Skelltum okkur í bátsferð á laugardaginn með Steina frænda Herdísar. Ágætis sigling alveg við veiddum fisk og alles. Ég lét minn nú bara aftur í sjóinn enda lítill fiskur sem átti allt lífið framundan. Hann Siggi mágur minn var ekki á sama máli og landaði sínum fisk með fiskdrápsglampan í augunum.
Þetta var bara helvíti gaman þrátt fyrir að þrír fiskar hafi endað líf sitt þennan dag.
Himmi
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home