Velkominn í Himmaríki

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Fréttir af fræga fólkinu

Það eru alltaf allir að tala um fræga fólkið sem nú flykkist til Íslands. Ég hitti Cameron Diaz á austurvelli um daginn það er svosem ekkert merkilegt þar sem stórleikarinn Terrance Stamp gisti á hótelinu sem ég er að vinna á um daginn. Fyrir aðdáendur gæti ég boðið upp á ýmsa muni eins og skítug handklæði og áskrifaða glasamottu til sölu. Guided tour um herbergið um herbergið væri líka hægt að koma í kring.
Alla vega vildi bara deila þessu með ykkur, þess má geta að ég hitti hann aldrei
Kveðja frá heimi fræga fólksins
Himmi

1 Comments:

Blogger Siggi said...

Heyrðu, geturðu nokkuð haft svítuna á stand-by fyrir mig á laugardagskvöld? Bara ef ég skyldi ekki nenna að fara heim, þá gæti ég krassað þarna inn.

Ég bið að heilsa Diaz, langt síðan ég hef hitt hana. Bið líka að heilsa Barry Pepper ef þú rekst á hann.

4:45 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home