Velkominn í Himmaríki

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Ný vinna

Jæja nú ermaður hættur í bóninu og farinn að vinna í ferðaþjónustu, öruglega mikil lækkun í launum en ég var bara búinn að fá nóg af bóninu í bili. Byrja að vinna á morgun í Hótel Reykjavik Centrum sem er nýja hótelið í Aðalstræti. Veit ekkert hvað ég er að fara gera þar en vonandi verður þetta bara skemmtilegt og eitthvað spennandi. Starfið felst bara í móttöku gesta og eitthvað tilfallandi. Ekki skemmir fyrir að vera að vinna í 101 og þar af leiðandi í mekka mannlífsins eitthvað skárra en að vita aldrei hvar maður fór að vinna á daginn og hvað maður var að vinna lengi.
Svo er bara að vona að maður drullist´sér af stað í BS ritgerðina því ekki útskrifast maður í október með þessu framhaldi
meiri fréttir síðar
Servus

6 Comments:

Blogger Asta said...

Til hamingju með nýju vinnuna. Ég er í sama fýlingnum með BS-ritgerðina, en maður verður bara að taka sig á.

8:02 f.h.

 
Blogger Hilmar said...

Takk fyrir það, Vinnan er fín eiginlega bara svolítið skemmtileg, kannski maður sleppi bara þessu bs verkefni hehe;)

9:27 e.h.

 
Blogger Asta said...

passaðu þig að hugsa ekki einu sinni um það:). þú verður feginn þegar þetta er búið.

11:20 f.h.

 
Blogger Halldór Jón said...

BS ritgerð... hvað er það???? Er það eitthvað nýtt álegg á brauð eða?

1:52 e.h.

 
Blogger Valgerður Ósk said...

b.s. = bull shit!!!

1:53 e.h.

 
Blogger Siggi said...

Þú gætir kannski fengið að bóna þarna á hótelinu hehe...

10:18 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home