Góð Hugmynd
Maður fær ekki snilldar viðskiptahugmynd á hverjum degi. Hver vill koma með mér til Írans og opna búð sem selur bara danska fánan. Með þessu áframhaldi held ég að það sé að fara vera skortur á þeim á þessu svæði í heiminum. Nú vantar manni bara sterka fjárfesta á bak við sig og málið er komið.
Vorum að skrifa undir húskaupasamning áðan fáum kannski íbúðina´fyrr en umsamið var. Vonum það besta bara. Svo smá mont þeir sem hafa rekist á nýja dagsferðabækling Flugfélags íslands geta séð mynd sem ég tók frá grænlandi, eða bara séð hana hér....Ég á svo von á milljónakróna ávísun í pósti frá þeim ;)
3 Comments:
hey vá!!! ertu þá orðinn frægur?
6:21 e.h.
Já ég er sko orðinn frægur á íslenskan mælikvarða, það er ekki spurning
10:32 f.h.
Þetta með fánann gæti orðið mjög vinsæl verslunarkeðja í Arabalöndunum, ég er til í að legga peninga í þetta og opna þá búðir í Írak, Afganistan og Jemen og fleiri stöðum, gætum jafnvel selt þá Bandaríska fánann líka og grætt meira.
9:46 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home