Velkominn í Himmaríki

fimmtudagur, september 21, 2006

Stórsöngvarinn

Mynd tekin af heimasíðu KF nörd

Þá er fjórði þátturinn farinn í loftið og lagið og myndbandið sem við tókum upp í sumar farið í fulla spilunn. Eistaklega gott lag sem þið getið sótt eða hlustað á hér


Svo er maður náttúrulega búinn að vera í ræktinni og á æfingum í allt sumar og verð ég að segja að þolið er aldeilis farið að vera gott. Fórum í mælingar í dag og skemmst frá því að segja að ég hef léttst úr 71kg í 69kg Kviðmálið er farið úr 92cm í 88,5 og síðast en ekki síst líkamsfituprósentan farinn úr 16% í 12,7%. Ég var ca 11kg hrein fita en núna 8,76kg fita Spurning um að halda áfram og ná þessu niðrí 10% en það er víst mjög gott. Mælingakonan sagði að ég væri búinn að bæta svo miklum vöðvum á mig að ég væri farinn að brenna meira líka þegar ég hvílist, það útskýrir kannski brunalyktina á morgnana.


Annars er allt gott að frétta og vill ég gleðja ykkur með því að tilkynna að KF Nörd er að fara spila sinn næstsíðasta fótboltaleik á Sunnudaginn 24.sept klukkan 13:00 á Víkingsvelli. Gegn hverjum við munum etja kappi fylgir ekki sögunni en þetta verður eflaust Rematch sögunar (3fl.vals stúlkna). Fyrir þá sem vilja kíkja þá verið velkominn.


Jæja bestu kveðjur
Þessi númer fimm

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home