Atvinnandi og sónar2
Jæja þá er afslöppun sumarsins að ljúka, kannski svolítið seint að taka hana út um veturinn en betra seint en aldrei.
Kallinn bara kominn með vinnu hjá 66°norður og byrja ég þar 5.des eða um leið og við komum frá Manchester. Farinn að hlakka bara þónokkuð mikið til enda spennandi starf tengt áhugamálinu útivist.
Svo fórum við Herdís í sónar áðan og allt gott að frétta með það. Við fengum að vita hvaða kyn barnið sé svo þeir sem vilja geta fengið að vita það, en þeir verða að giska fyrst. svo koma myndir af því þegar maður er búinn að skanna þær.
2 Comments:
Ég veit ég veit ég veit :)
10:26 f.h.
Til hamingju með djobbið & verðandi dreng!
12:31 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home