U.S og A, Bumbus og Húsfeðraorlof
Smá fréttir
Jæja það er nú langt síðann að maður hefur látið í sér heyra og hefur margt borið á góma síðan síðast. Ég og Herdís eigum von á Erfingja fyrir þá sem ekki vissu það. Erfinginn stefnir ótrauður á að koma í heiminn um miðjan Apríl.
Hér er svo mynd af Bumbus
Vonandi standast tímasetningar betur hjá erfingjanum en áætluð Bs-skil hjá föðurnum. Skemmst frá því að segja að við Herdís og Bumbus skelltum okkur til U.S. og A um þarsíðustu helgi og eyddum dágóðum slatta í barnadót og barnaföt í allskonar litum sem hafa ekki verið fest við eitthvað ákveðið kyn. Merkilegt hvað allt er töluvert ódýrara þarna maður má helst ekki vera of lengi þá er manni farið að finnast hlutir sem kosta 50$ mikið maður á bara að kaupa fyrst spyrja svo :) Dvöldum 4 nætur í smábæ sem heitir Annapolis mitt á milli Baltimore (hættulegustu borg U.S. og A.) og Washington. Ágætis bær með fullt af verslunarkjörnum og molli hinum megin við götuna við hótelið. Fórum líka einn dag til Washington DC til að geta sagst hafa komið þangað.
Já svo kom maður bara heim í Atvinnuleysið og er bara að leita sér að vinnu og vera heimavinnandi húsfaðir. Vonandi verð ég kominn með vinnu fyrir miðjan mánuðinn endlega ef þið vitið af einhverju spennandi látið mig vita.
Svo 19.nóvember n.k. verða afhent Edduverðlaun og hvaða sjónvarpsþáttur annar en KF Nörd er tilnefndur í flokknum besti skemmtiþátturinn og án þess að vera með neinn áróður þori ég að fullyrða að þetta er besti þátturinn af þeim sem eru tilnefndir(Strákarnir og Jón Ólafs líka tilnefndir). Svo endilega kjósið fyrir okkur nördana hér
Framundan er bara leita sér að vinnu eins og ég sagði frá áður og fara að prufa nýju klifurskónna mína sem ég keypti í U.S. og A. Jú og svo förum við til Manchester að um næstu mánaðarmót væntalega að versla meira barnadót. Semsagt alveg fullt að gera í að vera atvinnulaus þessa dagana sannkallað draumstarf Adios amigos
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home