Velkominn í Himmaríki

þriðjudagur, september 27, 2005

Jóla klukk, London Calling

Já þá er það ákveðið við skötuhjú erum að fara til London á fimmtudaginn og komum aftur á mánudaginn. Alltaf gaman að fara svona til útlanda með stuttum fyrirvara. Ættum í raunini að vera að spara peninga og reyna að ákveða hvað við gerum á næsta ári. En stundum er líka gott að fara til útlanda til að slappa af. Palli bróðir Herdísar er á afmæli (nefnum ekki aldur í árum hér) og hann bauð okkur í afmæli. Alltaf gaman í afmælum. Jæja þá er bara að vinna í einnog hálfan dag og svo skella sér með vélinni til London.
Reynt verður að versla jólagjafir eftir fremsta megni svo hér má koma með ábendingar um hvað fólk vill í jólagjafir. listi með 10hlutum kannski væri sniðugt.
Hér með er ég kominn með nýtt trend í blogg heiminum jólaKlukk jólaklukk hvað viltu í jólagjöf, Og ætla ég hér með að jólaklukka Herdísi, Ásu&Sigga, Frigga, Mömmu&Pabba, Ömmu og aldrei að vita nema að maður jólaklukki fleiri í framtíðinni

2 Comments:

Blogger Siggi said...

Úff, jólaklukk, "for real" eða djók? Þú mátt annars alveg verzla handa mér 60GB iPod Photo í London, held að Hilma hafi ekki keypt hann úti - hef allavega ekki heyrt í henni frá því að hún kom heim.

Ich möchte ein Kugelschreiber Herr Klein.

5:42 e.h.

 
Blogger Hilmar said...

eiginlega bara djókur sko, en mér veitti svosem ekkert að því að fólk mundi gefa manni smá hugmyndir. Er alveg glataður í að finna svona gjafir

10:47 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home