Velkominn í Himmaríki

mánudagur, maí 22, 2006

Æskudraumur að rætast?

Ég veit ekki hvort þetta séu örlögin en ég var á labbi mínu í Ikea rétt áðan þegar síminn hringir. Halló Hilmar
Uhh já
sæll ég hringi frá Saga film þú varst skáður í FC-nörd kannastu við það
uhh hehe já
já getur mætt í casting

frekari útskýringar þarf ekki

hér er semsagt verið að tala um eftirmynd þáttana um sænsku nördana sem eru á sýn. ég skráði mig því ég kann ekkert í fótbolta og held að ég gæti eflaust endað í Ensku meistaradeildinu á endanum og það eru víst gífulegir fjármunir sem leikmenn þar eru að hala inn.
Jæja semsagt prufa í næstu viku svo Eiður smári drífðu þig í að endurnýja samningana því KRISTJANSON is around the corner

Það er nú meiri viteysan sem manni dettur í hug.

4 Comments:

Blogger Siggi said...

Ég taldi mig of mikinn íþróttamann til þess að sækja um - höh höh höh...

7:15 e.h.

 
Blogger Hilmar said...

Já þú æfðir líka fótbolta í æsku er það ekki?

11:05 e.h.

 
Blogger Erla said...

Spennó spennó spennó! Þú verður að vera eins nördalegur og þú getur Hilmar...ekki bregðast okkur!

1:15 e.h.

 
Blogger Halldór Jón said...

Það væri auðvitað frábært ef þú kæmist nú að þarna og yrðir þokkalegur í fótbolta eftir sumarið þá ættir þú að geta spilað með HK næsta sumar, þá fyrst er draumurinn að rætast.

12:57 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home