Velkominn í Himmaríki

mánudagur, nóvember 21, 2005

Helgarpakkinn

Já helgin afstaðinn og lífið heldur sinn vanagang. Allt gekk stóráfallalaust fyrir sig, var reyndar að vinna alla helgina svo kannski ekki furða. Kíkti í heimsókn til Gunnu frænku á fös til að hitta bróðir minn sem hafi gert sér ferð til borgarinnar.
Á leiðinni heim úr vinnu á laugardaginn punkteraði (sprakk) á hjólinu hjá mér og ég þurfti að labba heim í slagviðrinu, bömmer maður. kíktum í afmæli til Vidda og svo bara heim að sofa.
Sunnudagurinn rann upp og ekki grunaði mig að ég eftir að fara á White stripes tónleikana um kvöldið. Svo vildi til að bróðir minn hafði keypt miða fyrir vin sinn sem hætti svo við. Svo maður hljóp eiginlega undir bagga fyrir hann. Ég mætti á svæðið svona 20mín áður en White stripes byrjaði að spila og fann engan sem ég þekkti. Stóð þarna einn í þvögunni umkringdur unglingum með attitude. frekar leiðinlegt að fara einn á tónleika mæli ekki með því. Samt voru White stripes góð og má segja að maður eigi eftir að hlusta á þau meira í framtíðinni.
nú er bara verið að gera við hjólið og hlusta á hvað annað en White Stripes.
Fletti aðeins yfir myndirnar frá interrailinu í sumar um daginn og ákvað að fara að láta þær svona birtast annað slagið þegar mér hentar
Hér er ein frá Kutna Hora í Tékklandi ákaflega skemmtilega innréttuð kapella með mannabeinum

Þarna fengum við einmitt hugmyndina að ljósakrónuni sem við ætlum að búa til, Öll bein vel þegin.

Svo í lokinn ein svona hópmynd af mér, Herdísi Halldóri og Valgerði. Mynd Tekinn í Krakow þar sem við gistum heima hjá eitthvað taugabilaðri konu sem henti okkur út síðasta daginn þar sem að hún var búinn að selja herbergið öðru fólki.

2 Comments:

Blogger Halldór Jón said...

Góð hópmynd, og einstaklega fallegur hópur.

8:18 e.h.

 
Blogger Siggi said...

Já, ég var hrikalega sáttur við tónleikana í gær, frábærir alveg hreint. Tóku eiginlega öll uppáhaldslögin en skrítið að þau hafi ekki tekið "Fell in Love With a Girl", en þau gátu svosem ekki tekið allt efnið.

Þetta er búið að vera gott tónleikaár.

10:21 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home